Hönnuðurinn Sigurður Oddsson gerir jólaóróann 2020 fyrir Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra
Sigurður Oddssson, grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi, hannaði jólaóróa Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra árið 2020 en það er Bjúgnakrækir.
Þórdís Gísladóttir rithöfundur samdi kvæði um kappann en Bjúgnakrækir er seldur í gjafavöruverslunum um land allt dagana 3.-17. desember. Hér er listi yfir söluaðila.
Allur ágóði af sölu Jólaóróans rennur til Æfingastöðvarinnar. Á Æfingastöðinni sækja börn og ungmenni iðjuþjálfun og/eða sjúkraþjálfun. Þjónustan er fyrir öll börn og ungmenni sem þurfa aðstoð við að bæta færni sína í leik og starfi svo þau geti þroskast, dafnað og notið lífsins.
Sigurður Oddsson er grafískur hönnuður og listrænn stjórnandi, sem starfar bæði á Íslandi og í New York. Siggi lauk námi frá Listaháskóla Íslands árið 2008 og er mörkun og ímyndarsköpun hans sérsvið. Verk Sigga hafa hlotið verðskuldaða athygli og hefur hann rakað til sín verðlaunum og viðurkenningum, hérlendis sem erlendis. Hann hefur hlotið FÍT- verðlaunin, verðlaun Félags íslenskra teiknara, yfir tuttugu sinnum og þrisvar sinnum hefur hann hlotið Lúðurinn. Árið 2019 fékk hann alþjóðlegu auglýsingaverðlauninThe One Showfyrir endurmörkun Þjóðminjasafnsins og var auk þess tilnefndur tilThe British Design & Art Direction Awards (D&AD).