Skyggnast inn í heim hönnuða í örmyndbandaseríunni Á bakvið vöruna
Markmiðið er að auka sýnileika hönnunar og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Að verkefninu standa þau Ási Már og Erna Hreins hjá Blóð stúdíó, nýrri hönnunar- og markaðsstofu.
Verkefnið Á bakvið við vöruna er röð örmyndbanda í heimildarmyndaformi sem skyggnist inn í heim frumkvöðla og hönnuða sem starfrækja rekstur sinn í skapandi grósku Miðborgarinnar.
Íslensk hönnun er ungt fag í stöðugum vexti og henni fylgir gríðarleg tækifæri í atvinnu- og verðmætasköpun. Markmið myndbandanna er að auka sýnileika fagsins og draga fram raunhæfa mynd af einstaklingunum sem þar standa á bak við og hvernig vörur þeirra verða til - allt frá hugmynd, yfir að söluvænni vöru í verslun. Með því að auka þennan sýnileika og samtímis fræða áhorfandann er verið að virkja hann sem mögulegan neytenda og þar með stuðla að aukinni sjálfbærni hönnunar og að uppvexti þess frumkvöðlastarfs innanlands.
Fyrsta myndbandið er helgað fatamerkinu Aftur - sem nú fagnar sínu tuttugasta og fyrsta starfsafmæli. Sérstaða Aftur er endurvinnsla. Frá fyrsta degi hefur hönnuðurinn Bára Hólmgeirsdóttir verið frumkvöðull í sjálfbærni á Íslandi með umhverfisvænni fataframleiðslu í formi endurnýtingar á gömlum fatnaði eða upcycling.
Blóð er sjálfstæð hönnunar- og markaðsstofa sem sérhæfir sig í listrænni efnissköpun, aðgreinandi mörkun og sértækari vörumerkjaupplifun. Með stofnun Blóðs rennur reynslan að baki í eina heildstæða mynd sem nýtt er til eflingar á vörumerkjum viðskiptavina og þeirra skapandi verkefna sem Blóð fæst við.
Á bakvið stúdíóið eru þau Ási Már og Erna Hreins en þau hlutu styrk frá Miðborgarsjóði til þess að framleiða þessi örmyndbönd, sem fjalla um miðborgarlífið, og verða þau frumsýnd á Vísi og í kjölfarið sýnd hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs og fleiri miðlum og á samfélagsmiðlum.