Studio 2020 - Melur Mathús
Kostir melgresis snerta öll stærstu mál nútímans eins og kemur fram hjá hönnuðunum á bakvið Mel mathús í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
Melur mathús
Melur mathús kynnir melgresi til leiks og þá eiginleika sem plantan ber með sér. Kostir melgresis snerta öll stærstu mál nútímans, þá loftslagsmál, sjálfbærni og fæðuöryggi. Í melgresi felast duldir möguleikar, ekki einungis til að græða upp heldur líka til að næra. Kostir gresisins til landgræðslu eru ótvíræðir en hingað til hefur lítið verið varpað ljósi á nærandi kosti þess fyrir mann og umhverfi.
Hönnuðir eru Kjartan Óli Guðmundsson, Signý Jónsdóttir og Sveinn Steinar Benediktsson.
Þetta innslag er hluti af seríu sem telur 7 myndbandsviðtöl við ólíka hönnuði og var frumsýnt í samstarfi við Dutch Design Week í október.
Stjórnendur og skaparar Studio 2020 eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.