Studio 2020 - Digital Sigga
Hönnun í hinum rafræna heimi með hönnuðinum Sigríði Birnu Matthíasdóttur, Digital Siggu, í Studio 2020 á HönnunarMars í júní. Studio 2020 er tilraunavettvangur með það að markmiði að veita innsýn í hugskot hönnuða, viðfangsefni og hugmyndir um framtíðina.
Digital Sigga - Digital Identity
Sigríður Birna Matthíasdóttir, aka Digital Sigga, er með meistaragráðu í hönnun frá Listaháskóla Ísland. Hún lærði fatahönnun í Studio Berçot í París. Hennar verkefni snúa að hönnun í rafræna heimi, í sýndarveruleika. Þannig notar hún tæknina til að rannsaka og þróa fagurfræði og nýja fegurðarstaðla.
Þetta innslag er hluti af seríu sem telur 7 myndbandsviðtöl við ólíka hönnuði og var frumsýnt í samstarfi við Dutch Design Week í október.
Stjórnendur og skaparar Studio 2020 eru Hlín Helga Guðlaugsdóttir, stjórnandi DesignTalks, Garðar Eyjólfsson, fagstjóri meistaranáms í hönnun við Listaháskóla Íslands, María Kristín Jónsdóttir, ritstjóri HA, Steinn Einar Jónsson, upplifunarhönnuður og Einar Egils, kvikmyndagerðarmaður með stuðningi Íslandsstofu.