Íslenskir fatahönnuðir teikna sokka fyrir Íslandsdeild Amnesty International
Íslandsdeild Amnesty International selur sokka eftir íslenska hönnuði til styrktar mannréttindastarfsins. Í ár voru fatahönnuðirnir Anita Hirlekar, Aldís Rún og Bergur Guðnason fengnir til að teikna sokka.
Sokkarnir eru framleiddir í verksmiðju í Portúgal þar sem mikið er lagt upp úr sjálfbærni í framleiðsluferlinu. Ferlið er formlega vottað af Cotton Made in Africa sem er framtak í Afríku sem vinnur að því að efla lífskjör smábænda og stuðla að umhverfisvænni bómullarframleiðslu samkvæmt ströngum skilyrðum
Auk þess að geta keypt sokkana í vefverslun Amnesty verða þeir fáanlegir í Kiosk í Grandagarði, verslunum Hagkaupa og Ungfrúnni góðu.
Allur ágóði af sokkasölunni rennur óskiptur til mannréttindastarfs Íslandsdeildar Amnesty International.
Ljósmyndir tók Kári Sverriss, stílisti var Hulda Halldóra og fyrirsætur komu frá íslenska dansflokknum.