Hátt á annað hundrað umsóknir bárust fyrir HönnunarMars í maí 2021
Við þökkum kærlega okkar öfluga hönnunarsamfélagi fyrir að bregðast hratt við umsóknarfresti fyrir HönnunarMars í maí 2021 sem lauk á miðnætti í gær. Hátt á annað hundrað umsóknir bárust og því ærið verkefni fyrir höndum hjá valnefnd HönnunarMars.
HönnunarMars er 12 ára hátíð sem fæddist í miðju hruni og hefur frá upphafi verið boðberi bjartsýni, nýsköpunar og nýrra leiða. Hátíðin mun halda áfram að koma inn með krafti, veita innblástur og gleði ásamt að varpa ljósi þann kraumandi skapandi kraft sem hönnunarsamfélagið hér á landi hefur að geyma. Við vitum hvorki hvað framtíðin ber í skauti sér né hvernig hátíðarhald verður en ljóst er að alltaf verður þörf á samtalinu. Því ber okkur skylda að halda ótrauð áfram. Það eru bjartari tímar fram undan, HönnunarMars 2021 verður með nýju sniði í takt við nýja tíma.