Misbrigði, tískusýning fatahönnunarnema á 2 ári við LHÍ opnar í dag í gluggun verslana Rauða Krossins
Misbrigði, tísksýning fatahönnunarnema á 2. ári við Listaháskóla Íslands, fer fram í ár með mjög óvenjulegum hætti. Verkefnið sem er árlegt samstarfsverkefni Listaháskóla Íslands og Fatasöfnunar Rauða Kross Íslands hefur alla jafna verið sýnt í formi hefðbundinnar tískusýningar. En í ár, 2020, hefur Covid-19 sett strik í reikninginn og krafið nemendur og kennara um að hugsa út fyrir sýningarpallinn.
Í ár verða Misbrigði sýnd með gluggaútstillingu í Rauða Kross verslunum miðbæjar Reykjavíkur, við Hlemm, á Laugavegi og Bergstaðarstræti, ásamt því að minni útgáfa gluggaútstillingarinnar verður settar upp í gluggum verslana Rauða Krossins á Akureyri og Egilsstöðum. Hver nemandi hefur unnið 20 sekúndna tískumyndband útfrá sinni línu, myndböndin verða sýnd á skjám í gluggunum ásamt gínum með fatnaði nemenda.
Sýningin opnar klukkan 13:00 föstudaginn 27. nóvember og stendur til 4. desember 2020.
Með Misbrigðum vinna nemendur á öðru ári í fatahönnun við Listaháskóla Íslands í samstarfi við Fatasöfnun Rauða Kross Íslands. Hver nemandi gerir eigin fatalínu með áherslu á persónulega sýn og vinnur þrjá alklæðnaði úr notuðum fatnaði. Með verkefninu fá nemendur djúpa innsýn og skilning á áhrif fataiðnaðarins á samfélög og umhverfi auk þess að þau kynnast rannsóknarvinnu og taka þátt í rannsóknarteymi. Skoðaðar eru ólíkar miðlunarleiðir sem fatahönnuðir geta nýtt sér, m.a. miðlun á samfélagsmiðlum, með innsetningum og hönnunarsýningum.
Nemendur eru :
- Arna Inga Arnórsdóttir
- Atli Geir Alfreðsson
- Auður Ýr Gunnarsdóttir
- Christina Wächter
- Eydís Elfa Örnólfsdóttir
- Fawencha Rosa
- Halldór Karlsson
- Hrafnkatla Unnarsdóttir
- Kári Eyvindur Hannesson
- Tekla Sól Ingibjartsdóttir
- María Sabaró
- Muni Jakobsson
Kennarar eru þau Anna Clausen, Darren Mark, Katrín María Káradóttir og Saga Sigurðardóttir