Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards

Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar vinnur til gullverðlauna á The International Design Awards, árlegri uppskeruhátíð arkitekta og hönnuða. Verðlaunin eru afhent í Bandaríkjunum ár hvert af alþjóðlegri dómnefnd og veitt þeim sem þykja skara fram úr á sviði arkitektúrs, innanhússhönnunar, grafískrar hönnunar, vöruhönnunar og fatahönnunar.
Aníta hlaut gullverðlaun í flokki Pret-A-Porter Woman fyrir haust- og vetrarlínu sína sem var frumsýnd á HönnunarMars 2019. Í viðtali við Mannlíf segir Aníta verðlaunin vera mikinn heiður og frábært að fá viðurkenningu fyrir sína vinnu.
Í umsögn dómnefndar kemur fram að litasamsetning línunnar sé einstök, óvenjuleg og heillandi og heimurinn sem Aníta hafi skapað í kringum hana sé sérstaklega eftirtektarverður. Línuna var Aníta tvö ár að búa til, skissa og framleiða en rauður þráður eru abrakt blómamynstur sem handteiknar og prentar á textíl.
Ég hef fundið fyrir miklum áhuga frá Bandaríkjunum. Fólk úr öðrum geirum í hönnunarheiminum hefur sett sig í samband við mig með það fyrir augum að skoða mögulegt samstarf og stílastar erlendra stjarna hafa verið að senda mér skilaboð, þeir vilja kaupa föt á viðskiptavini sína. Þessi bandaríski heimur er svolítið fjarlægur og það getur verið erfitt að nálgast hann þannig að þessi verðlaun gætu opnað dyr og ný tækifæri


