Fagfélagið og/eða stéttarfélagið Arkitektafélag Íslands
Arkitektafélag Íslands hefur starfað sem fag-og stéttarfélag síðan 2017. Stéttarfélagshlutinn telur um 100 félagsmenn en fagfélagshlutinn 300 félagsmenn.
Ein af aðalástæða þess að AÍ gerðist stéttarfélag á sínum tíma er sú að við ingöngu SAMARKS (Samtök arkitektastofa og áður FSSA) að Samtökum Iðnaðarins þá varð AÍ að verða stéttarfélag til þess að SAMARK og AÍ gætu uppfært kjarasamning sín á milli.
Nú starfar skrifstofa AÍ bæði sem skrifstofa fagfélagsins sem og skrifstofa stéttarfélagsins. Síðan AÍ gekk inn í BHM og gerðist stéttarfélag þá hefur stjórn og kjaranefnd AÍ skoðað með hvaða hætti er hægt að efla starfsemi stéttarfélagsins, þannig að félagsmenn fái eins góða þjónustu og völ er á. Nú er komin nokkra ára reynsla á starfsemi AÍ sem stéttarfélags og fagfélags og hefur reynslan kennt okkur að það er snúið að reka bæði AÍ sem fag-og stéttarfélag. Kjarabarátta hefur mikið breytst á undanförnum árum og í sjónmáli eru enn meiri og gagngerri breytingar en við höfum áður séð. Sú þjónusta sem stéttarfélög eiga að veita sínum félagsmönnum krefst sífellt meiri sérþekkingar og lögfræðiþekkingar.
Stjórn AÍ hefur því kannað tvær leiðir til úrbóta fyrir félagsmenn AÍ sem eru í BHM í gegnum AÍ.
- Önnur leiðin er að stækka stéttarfélag AÍ með því að gera það að stéttarfélagi allra aðildarfélaga Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs. Óvissuþáttur: Ekki er víst að þrátt fyrir stækkun félagsins að það náist fjárhagslegur grundvöllur til að veita viðeigandi þjónustu.
- Hin leiðin er að athuga hvort AÍ ætti að draga sig frá því að vera stéttarfélag og einbeita sér eingöngu að því að vera fagfélag. Ein leiðin væri þá að beina séttarfélagsmönnum AÍ inn í Fræðagarð, sem er eitt af stærstu aðildarfélögum innan BHM og er stéttarfélag háskólamennaðra í mörgum starfs- og fræðigreinum. Það veitir nú þegar mjög góða og sérhæfða þjónustu og hefur á stefnuskrá sinni að fjölga félagsmönnum og efla starfsemi sína enn frekar. Innan FG eru starfandi undirdeildir faghópa sem geta vaktað kjarabaráttu sína undir hatti FG. Þannig gætu arkitektar myndað kjaranefnd inna FG og haft áhrif með beinum hætti á stefnu FG í kjaramálum.
Stjórn vill taka upp þessa umræðu við félagsmenn sína og halda auka-aðalfund núna í haust. Stórn AÍ hefur kynnt sér málið nokkuð vel og er það niðurstaða hennar að best væri að leggja stéttarfélagsstarfsemi AÍ niður. Arkitektar geta þá valið sér það stéttarfélag sem þeir treysta best fyrir sínum kjaramálum, hvort sem það er VR, Fræðagarður, FÍN eða önnur stéttarfélög.
Þeir arkitektar sem velja að vera hluti af FG eða FÍN halda sínum réttindum í sjóðum BHM þar sem bæði þessi félög eru aðilar að BHM. Þeir sem velja VR eða önnur stéttarfélög utan BHM þyrftu að semja um flutning réttinda milli félaga.
Auka-aðalfundur verður boðaður nú í haust.