Ársfundur Minjastofnunar Íslands | Á fortíð skal framtíð byggja
Fimmtudaginn 24. nóvember heldur Minjastofnun Íslands ársfund stofnunarinnar. Fundurinn fer fram í Iðnó og hefst kl. 9.00. Fundurinn er öllum opin.
Skráning á fundinn í Iðnó fer fram hér: Ársfundur Minjastofnunar Íslands 2022 - Á fortíð skal framtíð byggja en henni lýkur á miðnætti mánudaginn 21. nóvember.
Einnig verður hægt að fylgjast með í beinu streymi á Youtube síðu Minjastofnunar og þarf ekki að skrá sig á fundinn ef horft er á streymið.
Dagskrá:
- 9:00 Kristín Huld Sigurðardóttir, forstöðumaður Minjastofnunar Íslands
- 9:05 Stefna um verndun og rannsóknir á fornleifum og byggingararfi Ásta Hermannsdóttir, verkefnastjóri
- 9:20 Mannvirki sem efnisgeymslur Arnhildur Pálmadóttir, formaður húsafriðunarnefndar
- 9:40 Minjar - Vannýtt tækifæri Andrés Skúlason, formaður fornminjanefndar
- 10:00 Kaffihlé
- 10:20 Smíðar í tré og járn - Óáþreifanlegur menningararfur og varðveisla handverksþekkingar Þór Hjaltalín, sviðsstjóri minjavarða
- 10:40 Kortlagning minja - Minjavísir Ómar Valur Jónasson og Oddgeir Isaksen, verkefnastjórar
- 11:00 Framkvæmdarannsóknir í 35 ár - Frá Bessastöðum til Seyðisfjarðar Sigurður Bergsteinsson, verkefnastjóri
- 11:20 Umræður
Fundi lýkur kl. 12.00
Fundarstjórn: Kristín Huld Sigurðardóttir