Barnafatamerkið As We Grow þróar fullorðinslínu
As We Grow hlaut nýverið tvær milljóna króna styrk frá Hönnunarsjóði sem ætlunin er að nýta til að þróa fullorðinslínu merksins. Gréta Hlöðversdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi merkisins er í viðtali við Atvinnulífið á Vísi þar sem hún talar um næstu skref merksins sem nýverið opnaði verslun hér á landi og nýjan veruleika í smásölu í kjölfarið á heimsfaraldri.
AS WE GROW er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem framleiðir hágæða og tímalausan fatnað á börn og nú fullorðna en merkið var stofnað árið 2012. Merkið hlaut Hönnunarverðlaun Íslands árið 2016 og er eina íslenska fatahönnunarmerkið sem hefur hlotið verðlaunin. Auk þess að njóta vinsælda hér á landi er það selt í Belgíu, Danmörku, Frakklandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Spáni, Sviss, Bretlandi, Bandaríkjunum, Ástralíu, Kína, Japan og Suður-Kóreu .
Í viðtalinu við Vísi talar Gréta um þá aukna vitund neytenda þegar kemur að nýtni og sjálfbærni, áhrif kórónuveirufaraldursins, framleiðsluferlið og sóknina út fyrir landsteinana.
Svona umbrotatímar hvetja til nýrra hugmynda og nýrra lífshátta og það er hlutverk okkar allra að hugsa hlutina upp á nýtt. Það eru breyttar áherslur í heiminum og það hlýtur að hafa áhrif á okkur eins og alla aðra