Straumar frá Bretlandseyjum-Ný prentun
Bókin Straumar frá Bretlandseyjum, sem kom út í desember 2021, fékk góðar móttökur og hefur selst upp. Hún hefur nú verið endurprentuð að viðbættum umsögnum fræðimanna. Höfundar bókarinnar eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttur og Dennis Davíð Jóhannesson og er hún afrakstur byggingarsögulegs rannsóknarverkefnis þeirra.
Bókin fjallar um hvernig áhrif frá Bretlandseyjum hafa mótað íslenska byggingarsögu frá upphafi byggðar og fram á daginn í dag. Fjölmargar myndir (240) prýða bókina en Hjördís og Dennis ljósmynduðu vel flest mannvirkin sem fjallað er um í því. Auk þess að vera höfundar bókarinnar eru Hjördís og Dennis einnig hönnuðir og útgefendur hennar.
Bókin fæst í helstu bókabúðum landsins.
Dreifing: ARKHD - Arkitektar Hjördís & Dennis, netfang: arkhd@arkhd.is
Umræðan um menningarstrauma frá Bretlandseyjum hér á landi einskorðast oft við uppruna þjóðarinnar, heim fornsagna og þjóðtrú síðari alda. Í þessari bók er horft úr nýrri átt á viðfangsefnið með því að rannsaka byggingararfinn frá öllum öldum og hvað megi lesa úr honum. Þetta er óvenju vandað og fallegt rit, með upplýsandi og vel teknum ljósmyndum innan um hófstilltan og fágaðan texta sem dregur saman þá flóknu þræði sem hafa þarf í hendi sér þegar hugurinn reikar um þessa löngu sögu á okkar margradda menningarsvæði við Atlantshafið.“
Styrkur bókarinnar felst ekki síst í því hversu víða höfundar hafa leitað fanga í öflun heimilda og myndefnis, meðal annars á ferðum sínum víðs vegar um Bretlandseyjar og Ísland. Jafnframt því að uppfylla kröfur um vönduð, fræðileg vinnubrögð veitir ritið góða yfirsýn yfir viðfangsefnið sem vonandi verður höfundum og öðrum fræði-mönnum hvati til frekari rannsókna á ýmsum þeim þáttum sem kynntir eru til sögunnar.
Mikill fengur að bókinni fyrir fræðafólk á sviði fornleifafræði, mannfræði, sagnfræði og fleiri greina. Nú þykir ljóst að þáttur landnámsfólks annars staðar frá en Noregi, eins og til dæmis frá Bretlandseyjum, var ríkari en áður hafði verið talið við mótun íslensks samfélags. Bókin er því afar mikilvægt innlegg í ríkjandi umræðu á þessu sviði. Bókin er prýdd fjölda mynda sem skýra betur en mörg orð þau áhrif sem rekja má til Bretlandseyja á íslenskri byggingalist. Þá er texti bókarinnar allrar afar læsilegur og skýr.