Opinn tími / Fyrirlestur með Nikolaus Hirsch fimmtudaginn 7. desember
Fimmtudaginn 7. desember kl. 18.00 heldur þýski arkitektinn, sýningarstjórinn, ritstjórinn og kennarinn Nikolaus Hirsch opinn tíma/fyrirlestur í Fenjamýri, Grósku. Fyrirlesturinn er hluti af "Urban Lab - Borgarýni" námskeiði í Listaháskóla Íslands sem Sahar Ghaderi og Karl Kvaran leiða og er í samstarfi við Arkitektafélag Íslands.
Nikolaus starfar sem listrænn stjórnandi hjá CIVA í Belgíu en þar stendur nú yfir sýningin Power sem Nikolaus mun fjalla um í fyrirlestri sínum.
Nikolaus vinnur þvert á greinar með það markmið að móta nýjar aðferðir sem geta haft jákvæð áhrif á samfélag og umhverfi. Nikolas starfar nú sem listrænn stjórnandi hjá CIVA í Belgíu en áður starfaði hann sem deildarforseti hjá Städelschule og stjórnandi hjá Portikus Kunsthalle í Frankfurt. Nikolas hefur kennt hjá Arkitektafélaginu í London, The Institute for Applied Theater Studies í Giessen University, hjá University of Pennsylvania í Philadelphia og í Columbia háskólanum í New York.
Hann er höfundur bókanna “On Boundaries” (2007), "Institution Building" (2009), “Cybermohalla Hub” (2012), og meðhöfundur ritröðinnar Critical Spatial Practice series hjá Sternberg Press og meðstofnandi hreyfingarinnar E-flux arkitektúr sem hefur haft töluverð áhrif á umræðu um umhverfismál.
Öll velkomin!