Endurskoðun siðareglna Arkitektafélag Íslands - Vilt þú taka þátt?
Siðareglur Arkitektafélags Íslands voru síðast samþykktar á aðalfundi félagsins 2001, eða fyrir 22 árum síðan. Nú í byrjun desember ætlar siðanefnd og stjórn auk allar áhugasamra að hefja vinnu við endurskoðun á reglunum og ætlar Páll Rafnar Þorsteinsson hjá Siðfræðistofnun HÍ að vera okkur innan handar.
Í vinnuhóp fyrir endurnýjun reglnanna situr nú stjórn AÍ (Sigríður Maack, Helga Guðrun Vilmundardottir og Jóhanna Höeg Sigurðardóttir), Siðanefnd AÍ (Halldór Eiríksson, Guðmundur Gunnarsson og Gísli Sæmundsson) og Gerður Jónsdóttir, frkv.stj. AÍ.
Allir þeir sem eru áhugasamir um að koma að þessari vinnu eru vinsamlegast beðnir um að senda póst á Gerði á netfangið gerdur@ai.is.
Stefnt er að því að kynna endurskoðaðar siðareglur á aðalfundi félagsins 21. febrúar 2024.