DesignTalks talks - Hvað nú? Fjórði þáttur: Tölum um sögur
DesignTalks talks er hlaðvarp tengt alþjóðlegu ráðstefnunni DesignTalks sem haldin er árlega í Reykjavík. Þáttaröðin Hvað nú? er innblásin af ráðstefnunni árið 2023 og styrkt af Nordic Talks. Í fjórða og síðasta þætti er fjallað um frásögn sem öflugt tæki í hönnun og umbreytingu sem og mikilvægi þess að endurskilgreina kerfi til sjálfbærni og þverfaglegs samstarfs.
Mannkynið stendur frammi fyrir elleftu stundu og ákall um sjálfbærari lausnir hefur aldrei verið háværara. DesignTalks fjallar um þær áskoranir sem heimurinn stendur frammi fyrir og mikilvægi hönnunar og arkitektúrs í samfélagslegum og hnattrænum breytingum.
Í þessum fjórða og síðasta þætti í hlaðvarpsþáttaröðinni Hvað nú?er fjallað um frásögn sem öflugt tæki í hönnun og umbreytingu sem og mikilvægi þess að endurskilgreina kerfi til sjálfbærni og þverfaglegs samstarfs.
Við stöndum frammi fyrir framtíð sem virðist óvissari og opnari en nokkru sinni fyrr og spyrjum hver eigi að skapa hana? Við skoðum óhefðbundnar leiðir og vinnu skapandi einstaklinga sem eru í fremstu röð þegar kemur að í jákvæðum breytingum um allan heim og hvernig frásögn getur verið eitt öflugasta tæki skapandi hugarfars og samspil náttúru, tækni og vitsmuna. Getur hönnun hjálpað okkur að njóta góðs af framförum í vísindum og tækni? Eigum við að vinna meira með bakteríum? Taka stjórnina á sögunni, framtíð okkar? Eða bara leggjast niður og leyfa vélmennum að gera það? Hvert er mikilvægi hönnunar í uppfinningum á sviði vísinda, tækni og líffræði? Hvar stöndum við í dag í þeim efnum?
Í þessum þætti sest gestgjafinn Anna Gyða Sigurgísladóttir niður með Natsai Audrey Chieza, stofnanda og framkvæmdarstjóri Faber Futures, Liam Young, Sci-fi arkitekt, leikstjóra og framleiðanda og Bergi Finnbogasyni, arkitekt og Creative Director hjá CCP.