Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2024
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands hefur hafið störf og hún er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum. Yfir 100 ábendingar bárust dómnefnd í opnu kalli sem lauk í byrjun mánaðarins. Hönnunarverðlaunin fara fram við hátíðlega athöfn þann 7. nóvember næstkomandi.
Dómnefnd er skipuð átta fagmönnum úr hópi hönnuða og arkitekta, þremur skipuðum af stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, einum skipuðum frá Hönnunarsafni, sem jafnframt er formaður, einum fulltrúa frá Listaháskóla Íslands, einum utanaðkomandi, einum erlendum fulltrúa auk fulltrúa frá Samtökum iðnaðarins.
Hópurinn á erfitt verk fyrir höndum en verðlaunin verða veitt í ellefta sinn í ár en þau voru stækkuð í fyrra við góðar undirtektir og eru nú veitt í þremur flokkum: Vara // Staður // Verk.
Dómnefnd tilnefnir þrjú verkefni í hverjum flokki og af þeim hlýtur einn sigurvegari í hverjum flokki Hönnunarverðlaun Íslands 2024 sem eru hvoru tveggja heiðurs- og peningaverðlaun.
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands skipa:
- Sigríður Sigurjónsdóttir, formaður dómnefndar og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands
- Eva María Árnadóttir, sviðstjóri samfélags og sjálfbærni hjá Listaháskóla Íslands
- Halldór Eiríksson, arkitekt og eigandi TARK arkitekta
- Sigurlína Margrét Osuala, keramíker
- Erling Jóhannesson, gullsmiður
- Guðrún Sóley Gestsdóttir, dagskrágerðakona og menningarýnir
- Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla- og samskiptastjóri Samtaka Iðnaðarins
- Tor Inge Hjelmdal, arkitekt og framkvæmdastjóri DOGA
Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Íslandsstofu, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Grósku.