Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2021 skipa …
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands er skipuð fagfólki frá ýmsum áttum, á vegum Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, Listaháskóla Íslands, Hönnunarsafni Íslands og Samtaka Iðnaðarins. Opið er fyrir ábendingar til 5. september næstkomandi en markmið þess er að tryggja að afburðar verk og verkefni fari ekki framhjá dómnefnd.
Fimm manna dómnefnd Hönnunarverðlaun Íslands í ár skipa þau:
- Sigríður Sigurjónsdóttir, forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands og formaður dómnefndar.
- Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og deildarforseti í arkitektúr við Listaháskóla Íslands
- Ragna Fróðadóttir, textíl- og fatahönnuður og framkvæmdarstjóri Edelkoort Inc.
- Þorleifur Gunnar Gíslason, grafískur hönnuður
- Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla - og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins.
- Katarina Siltavuori, framkvæmdastjóri Archinfo í Finnlandi.
Næstu vikurnar munu þau liggja yfir ábendingum og velja handhafa Hönnunarverðlauna Íslands 2021, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og sömuleiðis Heiðurverðlaunahafa Hönnunarverðlauna Íslands.
Ertu með ábendingu? Hægt er að benda á verk í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands 2021 og Besta fjárfesting ársins 2021 í hönnun. Vinningshafar geta komið úr öllum greinum hönnunar en þurfa að skara verulega fram úr með verkefni sínu eða vinnu. Áætlað er að verðlaunaafhending fari fram í lok október.
Hægt er að benda á eigin verk og verk annarra til miðnættis sunnudaginn 5. september næstkomandi. Við hvetjum sem flesta til að senda inn ábendingar sem og eigendur góðra verka til þess að tilnefna eigin verk.
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar og arkitektúrs. Þau beina sjónum að því besta sem gert er á sviði hönnunar og arkitektúrs á Íslandi um leið og einstaka hönnuðum eða hópum hönnuða er veitt mikilvæg viðurkenning.
Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi við Hönnunarsafn Íslands, Listaháskóla Íslands, Landsvirkjun, Íslandsstofu og Samtök iðnaðarins.