Hverjir skipa dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022 er í startholunum en framundan er vandasöm vinna við að velja handhafa heiðursverðlauna Hönnunarverðlauna Íslands, viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo sjálf aðalverðlaunin, Hönnunarverðlaun Íslands. En hverjir skipa dómnefndina?
Dómnefnd Hönnunarverðlauna er skipuð 6 manns. Formaður og varaformaður, skipaðir af Hönnunarsafni Íslands, einn fulltrúi skipaður af Listaháskóla Íslands, þrír fulltrúar skipaðir af stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs ásamt einum fulltrúa skipaðan af Samtökum Iðnaðarins.
Dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2022 skipa:
- Sigríður Sigurjónsdóttir, formaður dómnefndar og forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands. Skipuð af Hönnunarsafninu.
- María Kristín Jónsdóttir, varaformaður dómnefndar. Hönnuður, sýningarstjóri og stofnandi On To Something. Skipuð af Hönnunarsafni Íslands.
- Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt og deildarforseti í arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands. Skipuð af Listaháskóla Íslands.
- Ragna Fróðadóttir, textílhönnuður og verkefnastjóri hjá Li Edelkoort Inc. Skipuð af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
- Þorleifur Gunnar Gíslason, grafískur hönnuður hjá Brandenburg . Skipaður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
- Paul Bennett, yfirhönnuður og stjórnandi hjá IDEO. Skipaður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
- Margrét Kristín Sigurðardóttir, almannatengsla - og samskiptastjóri Samtaka iðnaðarins. Skipuð af Samtökum Iðnaðarins.
Varamenn dómnefndar eru: - Massimo Santanicchia, arkitekt, prófessor og fagstjóri MA í arkitektúr hjá Listaháskóla Íslands. Skipaður af Listaháskóla Íslands.
- Guðmundur Jörundsson fatahönnuður. Skipaður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
- Gísli Arnarson, grafískur hönnuður hjá Hvíta húsinu og formaður Félags íslenskra teiknara. Skipaður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
Í vinnu sinni þarf dómnefnd að hafa mjög góða þekkingu á hönnunargreinunum og vera fagleg og óhlutdræg.
Frestur til að senda inn ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 rennur út á miðnætti mánudaginn 29. ágúst næstkomandi.
Allir geta sent inn ábendingu, bæði yfir sín eigin verk og annarra, við hvetjum sem flesta til að senda inn ábendingar yfir það sem hefur skarað fram út á árinu á sviði hönnunar og arkitektúrs. Verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fer fram síðar í haust. Nánari dagsetning og upplýsingar verða tilkynntar síðar.