Fjölbreyttir hönnunartengdir viðburðir í vikunni
Nú er þriðja helgi í aðventu framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá vikunnar. Góða skemmtun!
Bóka og aðventugleði Arkitektafélags Íslands
Dagskrárnefnd AÍ stendur fyrir hlýlegri bóka- og aðventugleði fyrir félagsmenn.
Að venju munu höfundar bóka um arkitektúr og hönnun mæta á svæðið og kynna verk sín. Þetta eru þau.
- Alma Sigurðardóttir með bókina, Byggingarnar okkar: íslensk byggingarlistarsaga fyrir börn
- Björn G. Björnsson með bókina, Frumherjar: tíu húsameistarar fæddir fyrir aldamótin 1900
- Halla Bára Gestsdóttir með bókina, Lifun
Léttar veitingar verða í boði, m.a. jólaglögg og piparkökur.
Hvenær: Þriðjudaginn 10. desember, kl. 20:00
Staðsetning: Gróska, Bjargargata 1
Sweet Salone pop-up
Hinn árlegi jólamarkaður Aurora Velgerðasjóðs verður opin fram yfir áramót, blásið hefur verið til pop-up verslunar á Mýrargötu 41, 101 Reykjavik. Þar er hægt að næla sér í valdar vörur frá Sweet Salone. Vörurnar eru hannaðar af íslenskum hönnuðum en búnar til af hæfileikaríku handverksfólki í Sierra Leone.
Opnunartími: Miðvikud. - Laugard, frá kl. 11:00 - 16:00
Staðsetning: Mýrargata 41
Erindrekar x Hakk - dúnmjúk opnun
Fimmtudaginn 12. desember opnar HAKK, hönnunargallerí dyrnar að Óðinsgötu 1 í Reykjavík. Á þessari fyrstu dúnmjúku opnun HAKK stígur hönnunartríóið Erindrekar á stokk með fylgihluti úr æðardúni frá Skálanesi í Seyðisfirði.
Um er að ræða lúffur og húfur, úr fyrsta flokks vottuðum æðardúni og vatns- og vindheldri, lífrænni, bómull. Vörurnar eru handgerðar á Íslandi og seldar í takmörkuðu upplagi.
Opnun: Fimmtudagur, 12. desember kl. 17:00 - 20:00
Opnunartímar:
13. - 22. desember kl. 12:00 - 22:00
23. Desember kl. 12:00 - 23:00
Staðsetning: Hakk gallerí, Óðinsgata 1
Lady Brewery x Hafnarhús
Alla fimmtudaga í vetur verður Lady Brewery með pop-up bar á annari hæð í Hafnarhúsinu.
Boðið er upp á bjór og óáfenga drykki ásamt spennandi pikkluðum smáréttum.
Happy Hour milli kl. 17–20.00 og sérstakur afsláttur fyrir árskortshafa Listasafns Reykjavíkur.
Tilvalið tækifæri til að hittast & kíkja á sýningar safnsins og upppákomur.
Hvenær: Happy Hour milli kl. 17:00 – 20.00
Staðsetning: Hafnarhúsið
Kormákur & Skjöldur opna nýja verslun
Kormákur & Skjöldur opna nýja verslun í glæsilegum húsakynnum sem áður hýsti hina margrómuðu járnvöruverslun Brynju.
Hvenær: Fimmtudagur, 12. desember kl. 18:00-20:00
Staðsetning: Laugavegur 29
Sounds of Christmas
Fischersund býður í jólaparty og fögnuð vegna útgáfu Sounds of Christmas.
Sounds of Christmas er tíundi vínyll Fischersunds. Hljómsveit Fischersunds, Jónsi, Kjartan Holm og Sin Fang gefa út nýja og notalega útgáfu af klassísku jólalögunum á 12" vínyl í takmörkuðu upplagi.
Að því tilefni verður afsláttur af jólavörunum og flæðandi veitingar.
Hvenær: Fimmtudagur, 12. desember kl. 18:00-20:00
Staðsetning: Fischersund
Charm by Hlín Reykdal; frumsýningarpartý
Kynnt verður nýja línan Charm By Hlín Reykdal og verður haldið frumsýningarpartý í Kirkjuhúsinu, verslun Rammagerðarinnar, föstudaginn 13. desember kl 17:00 - 19:00
Hvenær: Föstudaginn 13. desember kl. 17:00 - 19:00
Staðsetning: Rammagerðin, Laugavegi 31
Verkstæði Hugmyndasmiða - jólalegt könglaskraut
Fjölskyldusmiðja þar sem við hönnum, smíðum og föndrum jólaskraut úr könglum.
Ninna hugmyndasmiður tekur á móti skapandi krökkum á aldrinum 7-12 ára og foreldrum þeirra á Verkstæði Hugmyndasmiða í Rafstöðinni í Elliðaárstöð. Þátttakendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn og efla samvinnu fjölskyldunnar. Unnið verður með endurnýttan efnivið sem við björgum til að skapa eitthvað alveg nýtt og spennandi í gegnum smíðar, leiki, föndur, tilraunir og prófanir. Þema smiðjunnar eru jólakort og ljós.
Jóladagskráin á verkstæðinu:
14. desember kl. 10-12 - Jólalegt könglaskraut
21. desember kl. 10-12 - Jólaleg stimplagleði
Jól á Baldursgötu
Klei atelier, altént studio og Garg bookstore verða með kvöldopnun dagana 14. og 15. desember þar sem hægt verður að finna sér eitthvað fallegt í jólapakkana.
Innpökkun og glögg í boði.
Hvenær: 14. og 15. desember kl. 13:00 - 20:00
Staðsetning: Baldursgata 36
Aðventu pop-up í Flóð & fjöru
Það verður sannkölluð hátíðarstemning í Flóð & fjöru um helgina. Jólaglögg í boði fyrir gesti og gangandi og einstakt úrval fyrir einstaka jólapakka.
Hvenær: 14. og 15. desember kl. 14:00 - 17:00
Staðsetning: Flóð & fjara, Rauðarárstígur 1
Teiknidagur Hulla í Vetrar Vondalandi
Hulli teiknar sérpantanir í Vetrar Vondalandi, pop-up búðinni í Gallery Hafnartorgi.
Þú mætir. Talar við Hulla. Hulli teiknar. Teikningin er innrömmuð á staðnum.
Hvenær: Sunnudaginn 15. desember kl. 14:00
Staðsetning: Vetrar Vondaland, Gallery Hafnartorgi.
Endurteikningar - Narfi Þorsteinsson
Narfi Þorsteinsson opnaði einkasýninguna Endurteikningar, fyrr í desember.
Sýningin saman stendur af 32 nýjum teikningum sem gerir eru á 200 gsm pappír með kúlupennum og borvél. Narfi hefur unnið með borvélateikningar síðan 2019 en þær voru fyrst sýndar á einkasýningu hans Qring eftir Qring í Gallery Port sama ár. Síðan þá hefur Narfi unnið í þessum miðli, þróað teikningarnar og gert ýmis verk. Endurteikningar er önnur heildræn einkasýning Narfa á borvélateikningunum en á sýningunni verða ný flæði og form.
Opnunartími: Opið verðu til 15. desember.
Staðsetning: Hverfisgata 35
Vetrar Vondaland, pop-up búð
Popp up búðin VETRAR VONDALAND verður opin fram að jólum. Hugleikur Dags, Lóa Hjálmtýs, Þrándur Þórarins og Havarí selja list og föt og spil og dagatöl og bolla og allskonar! Þú færð jólagjafirnar hjá okkur.
Staðsetning: Gallery Hafnartorgi