Vöndum valið - veljum íslenska hönnun fyrir jólin
Nú líður senn að jólum og á þessum tíma árs er tilvalið að kynna sér þá fjölbreytni og grósku sem er að eiga sér stað í íslenskri hönnun. Hér á heimasíðu Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs er að finna aðgengilegt yfirlit yfir verslanir sem selja íslenska hönnunarvöru, bæði búðir sem selja vörur frá ólíkum hönnuðum, hönnuðir sem eru að selja sjálfir sem og netverslanir.
Yfirlitið er í stöðugri uppfærslu en markmiðið er að það sé leiðbeinandi og í senn upplýsandi yfirlit sem beinir sjónum að grósku íslenskrar hönnunar og öllu því fjölbreytta úrvali sem hér er að finna.
Við mælum með að kíkja við, en þar er að finna allt frá borðbúnaði, fatnaði, húsgögnum, húsmunum, heilsutengdum vörum og allt þar á milli frá íslenskum hönnuðum.