Fúnkishús úr lego kubbum á byggingarlistasmiðju á HönnunarMars

Arkitektafélag Íslands var í samstarfi við Ölmu Sigurðardóttur um byggingarlistasmiðju fyrir börn á Hönnunarmars en Alma er höfundur bókarinnar Byggingarnar okkar.
Hún stýrði fjórum smiðjum 5. og 6. apríl í Fenjamýri í Grósku. Takmörkuð skráning var á smiðjurnar en það fylltist fljótt.
Börn mættu með foreldrum eða ættingjum og lærðu m.a. um fúnkishús og spreyttu sig svo á því að kubba hús í fúnkisstíl.
Sköpunargleðin var allsráðandi eins og sjá má á myndum.





