Fyrirlestur Tatiönu Bilbao - 'The new landscape: The social'
Nær fullt var út úr dyrum á fyrirlestri Tatiönu Bilbao sem Arkitektafélag Íslands hélt í gær, þriðjudaginn 3. október. Það er mikill fengur fyrir fagsamfélagið að fá Tatiönu hingað til lands en það hefði ekki getað gerst nema með ómældum stuðningi frá arkitektastofum, Reykjavíkurborg, Fræðagarði, FSRE og LHÍ.
Á fyrirlestrinum fór Tatiana yfir verk sem stofan hennar hefur unnið að og spanna yfir 18 ár tímabil, hugmyndafræðina á bak við þau og nálgun. Að loknum fyrirlestri settist Anna María Bogadóttir, arkitekt og rithöfundur, niður með Tatiönu og hóf samtal við hana ásamt því að taka spurningum úr sal. Fyrirlestur Tatiönu var tekinn upp og er aðgengilegur hér fyrir neðan.