Frá og með 1. janúar 2024 verður ekki hægt að greiða iðgjald AÍ gegnum BHM
Frá og með 1. janúar 2024 verður AÍ eingöngu fagfélag en ekki fag-og stéttarfélag. Þess í stað hefur verið stofnaður sérstakur faghópur arkitekta innan Fræðagarðs. Þar getur félagsfólk unnið að kjaramálum stéttarinnar.
Til að ganga í Fræðagarð þarf að gera tvennt:
- Launamaður þarf að skrá sig í Fræðagarð. Við hvetjum öll sem það gera að merkja við faghóp arkitekta í umsóknarferlinu.
- Atvinnurekandi þarf að greiða iðgjaldsgreiðslu til Fræðagarðs (en ekki AÍ eins og áður). Iðgjaldagreiðsla Félagsgjald Fræðagarðs er 0,95% af heildarlaunum. Stéttarfélagsnúmer Fræðagarðs er 679.
Frá og með 1. janúar 2024 verður ekki hægt að greiða iðgjald AÍ gegnum BHM. Réttindi í sjóðum BHM munu haldast þegar félagar flytja sig úr AÍ yfir í annað aðildarfélag BHM, líkt og Fræðagarð, að því tilskyldu að greiðsla iðgjalda verði óslitin. Við færslu aðildar frá BHM til stéttarfélags utan BHM falla réttindi í sjóðum BHM niður. Þau sem velja þá leið þurfa því að kanna hjá viðkomandi stéttarfélagi hvernig réttindi séu tryggð á yfirflutningstímabili.
Þessar breytingar eru gerðar til þess að allur kraftur félagsstarfsins nýtist til að efla AÍ sem fagfélag. Við gerum því ráð fyrir að þau sem hafa greitt árgjald sitt í gegnum BHM vilji halda áfram aðild að AÍ. Þau sem ekki óska eftir áframhaldandi aðild að AÍ þurfa þá að melda sig út úr félaginu með tölvupósti á netfangið ai@ai.is.
Ef þú óskar eftir frekari upplýsingum þá getur þú haft beint samband við AÍ með því að senda tölvupóst á netfangið ai@ai.is