Gagarín hannar gagnvirkar lausnir fyrir Náttúrufræðisafn Noregs

Hönnunarstofan Gagarin hannaði og þróaði 26 gagnvirkar innsetningar fyrir nýja sýningu í Náttúrufræðisafni Osló í kringum þemað: Saga jarðar og þróun lífsins. Sýningin nær yfir meira en 2000 fermetra sýningarsvæði á fjórum hæðum og skartar nokkur þúsund safngripum og gagnvirkri miðlun af ýmsum toga.
Þýska arkitektastofan Atelier Bruckner fékk Gagarín til liðs við að þróa einstakar, nýstárlegar sýningar með nútíma frásagnarlist í hinni glæsilegu gömlu sögulegu byggingu sem hýsir safnið en Gagarín vann í nánu samstarfi við fræðimenn við gerð sýningarinnar.
Alls heimsóttu 30.600 gestir safnið fyrsta mánuðinn eftir opnun, sem er þrisvar sinnum meira en meðaltalið undanfarin ár.
Ljósmyndir eftir: Marcus Sies




