Fjölmargar ábendingar bárust til Hönnunarverðlauna Íslands 2022
Búið er að loka fyrir innsendingar á ábendingum til Hönnunarverðlauna Íslands 2022 en fjölmargar ábendingar bárust í tveimur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2022.
Markmið þess að senda inn ábendingar er að tryggja það að framúrskarandi verkefni fari ekki framhjá dómnefnd. Nú hefst vinna hennar af fullum krafti og ansi vandasamt verkefni framundan. Verðlaunað verður í þremur flokkum, Hönnunarverðlaun Íslands, viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun og svo Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands.
Síðar í haust verður svo tilkynnt um tilnefningar til aðalverðlaunanna svo fylgist með.
Hönnunarverðlaun Íslands 2022 fara fram í Grósku þann 17. nóvember og verður nánari dagskrá tilkynnt síðar. Takið daginn frá!