Grænt stökk í mannvirkjagerð
Fimmtudaginn 27. apríl býður HMS til fundar um grænt stökk í mannvirkjargerð. Anders Lendager verður lykilfyrirlesari en auk hans verða leiðandi aðilar í grænni mannvirkjagerð sem munu kynna þær umbreytingar sem eru í farvatninu.
Á fundinum verður kynnt vegferð norrænna og íslenskra stjórnvalda og þau nýju tækifæri og framfarir sem sem felast í grænum umbreytingum í framkvæmd mannvirkjamála.
Viðburður sem enginn í bransanum má láta framhjá sér fara.
Staður: Grand hótel Sigtúni - salurinn Háteigur
Stund: 27. apríl kl. 13:00-16:20