Hæ/Hi opnar í Seattle
Sýningin Hæ/Hi: Designig Friendship opnar í Seattle föstudaginn 7. október. Á sýningunni, sem var frumsýnd á HönnunarMars 2022, sýnir úrval hönnuða og hönnunarteyma frá vinaborgunum Seattle og Reykjavík verk sem unnin eru út frá vináttu.
Áhersla er á upphafsstefið; hvernig við kynnum okkur. Endurspeglum við eigin persónuleika og menningu við fyrstu kynni? Hvernig notum við skynfærin til þess að kynnast og tengjast? Hverju deilum við og hvað viljum við vita?
Sýningin átti upphaflega að vera á HönnunarMars árið 2020 en nú loks tveimur árum síðar hefur vináttan fengið að blómstra þegar hönnuðirnir frá Seattle sóttu íslensku hönnuðina heim á HönnunarMars í vor og svo núna þegar íslensku hönnuðirnir koma til Seattle. Sýningin opnar í Maria Bianco Gallery föstudaginn 7. október í tengslum við Taste of Iceland í Seattle.
Hugmyndin að sýningunni varð til á Taste of Iceland viðburði í Seattle á vegum Iceland Naturally og Íslandsstofu, árið 2018, þegar Darin Montgomery, stofnandi Urbancase og Fin, og Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs, heimsóttu hönnunarstúdíó í borginni.
Þátttakendur eru:
- Agustav (IS)
- Amanda Ringstad (US)
- Fruitsuper (US)
- Gabriel Stromberg (US)
- Grain (US)
- Hanna Dís Whitehead (IS)
- Hugdetta & 1+1+1 (IS)
- John Hogan (US)
- Jonathan Junker (US)
- Ragna Ragnarsdóttir (IS)
- Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir (IS)
- Theodóra Alfreðsdóttir (IS)
- Weekend Studio (US)
- Þórunn Árnadóttir (IS)