Hátt í 100 umsóknir bárust um þátttöku á HönnunarMars 2023
Um 100 umsóknir bárust um þátttöku á HönnunarMars 2023, en umsóknarfresti lauk á miðnætti í gær. Nú hefst vinna faghóps hátíðarinnar við að yfirfara umsóknir og móta spennandi og fjölbreytta dagskrá. HönnunarMars fer fram í fimmtánda sinn dagana 3. - 7. maí 2023.
Faghópur HönnunarMars er skipaður fulltrúum félaganna, Listaháskólans, Reykjavíkurborgar og hátíðarinnar: Lóa Auðunsdóttir, fulltrúi Listaháskóla Íslands, Nils Wiberg, fulltrúi stjórnar HönnunarMars, Rebekka Guðmundsdóttir, fulltrúi Reykjavíkurborgar ásamt upplifunarhönnunar og stjórnanda hátíðarinnar.
Hátíðin mun venju samkvæmt breiða úr sér um Reykjavík og nágrenni með fjölbreyttum sýningum og viðburðum sem endurspegla grósku og nýsköpun hönnunarsamfélagsins.
HönnunarMars er ein af borgarhátíðum Reykjavíkur og hefur farið fram árlega frá árinu 2009 þar sem gestum gefst tækifæri til að kynnast hönnun og arkitektúr þvert á fögin.