Hæ/Hi Saman/ Together opnar í Seattle
Sýningin Saman/Together, Hæ/Hi - Designing Friendship opnar í Seattle fimmtudaginn 5. október næstkomandi. Um er að samstarfsverkefni hönnuða og hönnunarstúdíóa frá Reykjavík og Seattle og er þetta annað árið í röð sem verkefnið er sýnt. Sýningin var frumsýnd í Ásmundarsal á HönnunarMars í vor.
Á sýningunni er lögð áhersla á hluti og upplifun sem tengja okkur saman og hvetja til samstarfs, leiks og ánægjulegrar afslappaðrar samveru.
Hæ/Hi er vettvangur fyrir skapandi samtal og samstarf hönnunarstúdíóa frá Reykjavík og Seattle sem hófst 2019.
Hvað er að vera saman? Er það vinátta, tenging, samfélag eða brú á milli menningarheima?
Átján hönnunarstúdíó frá Reykjavík og Seattle velta fyrir sér og túlka þýðingu orðsins „saman“ í gegnum persónulega reynslu, hugmyndir eða efnislega túlkun. Á sýningunni eru níu verkefni sem öll eru samstarfsverkefni hönnuða frá Reykjavík og Seattle, þar sem bæði ferlið og útkoman er túlkun þeirra á því hvað „saman“ þýðir.
Hæ/Hi er unnið með stuðningi frá Reykjavíkurborg og Íslandsstofu.
Hönnunarteymi Hæ/Hi 2023:
- Theodora Alfredsdottir / Gabriel Stromberg
- Ragna Ragnarsdottir / Fruitsuper
- Agustav / Grain
- Hugdetta / WKND Studio
- Thorunn Arnadottir / John Hogan
- Hanna Dis Whitehead / Amanda Ringstad / Sidona Bradley
- Weird Pickle/ Fin / Hann Elias
- Jón Helgi Hólmgeirsson / Stevie Shao
Sýningin opnar sem fyrr segir í Seattle á Taste of Iceland í borginni og fer fram í HomeTeam Gallery. Opnun milli 17-19 þann 5. október. Nánari upplýsingar hér.