Hack the crisis Iceland - stafrænt hakkaþon
Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram.Hönnunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili að “Hack the crisis Iceland”.
Hönnunarmiðstöð Íslands er samstarfsaðili að “Hack the crisis Iceland” - stafrænt Hakkaþon sem fer fram dagana 22.-25. maí.
Hakkaþon er nýsköpunarkeppni þar sem þverfagleg teymi vinna saman í afmarkaðan tíma við að finna lausnir á raunverulegum áskorunum sem lagðar eru fram. Teymunum býðst einnig að fá ráðgjöf frá mentorum sem hjálpa þeim í gegnum ferlið.
Hakkaþonið fer fram á netinu og allir geta tekið þátt. Verðlaun að andvirði 2.500.000 krónur.
Áskoranir hakkaþonsins eru eftirfarandi:
1. Nýsköpun í heilbrigðisþjónustu
2. Nýsköpun við félagslegum áskorunum
3. Nýsköpun í menntamálum
4. Nýsköpun í atvinnumálum
5. Opinn flokkur.
Dómnefnd mun svo kynna sigurvegara í hverjum flokki þann 28. maí í beinu streymi sem hægt verður að fylgjast með hér.