Hanna Dís Whitehead hannar jólakött Rammagerðarinnar 2021
Hanna Dís Whitehead hannar Jólaköttinn 2021 fyrir Rammagerðina. Jólakötturinn í ár er innblásinn af norrænu jólaskrauti úr stráum en Hanna Dís vann köttinn úr höfrum sem hún uppskar í um 3 km fjarlægð frá vinnustofu sinni í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu.
Í ljósi þess hversu vel tókst til með jólakött Rammagerðarinnar árið 2020, sem unnin var í samstarfi við Studió Fléttu, fór Rammagerðin enn og aftur í samstarf við íslenskan hönnuð til að koma með útgáfu af jólakettinum fyrir árið 2021. Hanna Dís Whitehead, einn af okkar fremstu hönnuðum, tók að sér þetta skemmtilega verkefni og er hún hönnuður að jólaketti Rammagerðarinnar árið 2021, segir í tilynningu frá Rammagerðinni sem undanfarið hefur verið að auka úrvals sitt af íslenskri hönnunarvöru til muna.
Jólakötturinn er vel þekktur óvættur í íslenskum þjóðsögum. Hann var hvað þekktastur fyrir að éta þau börn sem ekki fengu nýjar flíkur fyrir jólin. Þó að kötturinn sé löngu hættur þeim óskunda er hann enn sterkur hluti af íslenskri jólahefð.
Hönnuðurinn Hanna Dís Whitehead var fengin til að hanna jólaköttinn árið 2021 fyrir Rammagerðina en hann er innblásinn af norrænu jólaskrauti úr stráum en hún vann köttinn úr höfrum sem hún uppskar í um 3 km fjarlægð frá vinnustofu sinni í Nesjum, Austur-Skaftafellssýslu. Fyrst þurfti að þurrka þau og hreinsa. Hvert strá er klippt til, tekið utan af því, bleytt upp og knippi fyrir knippi mótað í kött.
Kötturinn er bundin saman með línþráð og íslensku ullarbandi. Því er hver köttur einstakur og fáanlegur í takmörkuðu upplagi í verslunum Rammagerðarinnar.