Haustferð og opnunarteiti hjá Textílfélaginu
Textílfélag Íslands byrjar haustið af krafti. Þann 25. ágúst verður opnunarteiti nýs verkstæðis á Korpúlfsstöðum og einnig er skráning hafin í haustferð félagsins þann 19. september.
Opnunarteitið fer fram í nýju verkstæði Textílfélagsins á Korpúlfsstöðum á milli 17 - 19.
Haustferð Textílfélagsins er sunnudaginn 19. september og er opið fyrir skráningar til 10. september. Verð: 13.500 kr.
Dagskrá.
09:00 Lagt af stað frá Korpúlfsstöðum í rútu.
09:45 Heimsókn til Ástu V. Guðmundsdóttur
11:00 Heimsókn til Ásthildar Magnúsdóttur á Selfossi
12:30 Hádegisnesti á góðum stað
13:20 Uppspuni – https://www.uppspuni.is/is/
15:00 Heimsókn til Maju Sisku á Skinnhúfu
17:00 Heimsókn til Hrannar Vilheimsdóttur í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ þar sem við munum borða saman góðan mat og njóta samverunnar. Hver og einn borgar sína drykki með matnum. – https://www.hlodueldhusid.is/
21:00 Korpúlfstaðir – lok ferðar.
Vinsamlegast leggið inn reikning félagsins um leið og þið skráið ykkur:
Kt: 580380-0189
Reikningsnúmer: 0111-26-077977 - Skýring: haustferð
Senda staðfestingu á: textilfelagið@gmail.com