Hlaupið var um arkitektúr á HönnunarMars
Á HönnunarMars í ár bauð Arkitektafélag Íslands upp á upplifunarhlaup um arkitektúr. Alls var boðið upp á fjögur hlaup í ár. Mæting var misgóð, allt frá tuttugu manns niður í engan. Allir sem tóku þátt í hlaupinu voru ánægðir með þetta framtak og er ljóst að við munum endurtaka þennan leik enda fátt betra en útihlaup í dagsins önn. Dagskrárnefnd og framkvæmdastjóri skipulögðu hlaupið og hlauparar í ár voru Hildur Ýr Óttósdóttir dagskrárnefnd, Óskar Arnórsson orða-og ritnefnd og Gerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri.