Hljóðlausnir hannaðar með þarfir arkitekta í huga
Síðastliðin 10 ár hefur hönnuðurinn Bryndís Bolladóttir, KULA by bryndis, verið að þróa hljóðlausnir sem eru unnar úr ull. Land er nýjasta afurðin. Hún er að hluta til unnin úr endurunni og að öðrum kosti sóaðri ull sem hingað til hefur falið frá í framleiðslu.
Á Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ stendur yfir sýning sem ber heitið 100 % Ull. Þar er meðal annars að finna nýja gerð hljóðlausna sem er hönnuð með þarfir arkitekta í huga, og sem er unnin 94% úr ull og 6% úr tré.
Land hefur að geyma fallega litatóna palletu sem myndar fallegt flæði og hreyfingu í efninu sem er einstakt. Hægt er að raða römmum upp í ólík kerfi og láta flæði og hreyfingu efnisins liggja á mismunandi hátt.
Allar hljóðlausnir kula by bryndis eru með ISO vottun fyrir virkni í hæsta gæðaflokki, frekari upplýsingar eru á heimasíðu þeirra hér.
Frítt er inná sýninguna 100% í Hönnunarsafni Íslands sem stendur út janúar 2021.