Kynningarfundur á höfundarétti arkitekta
Mánudaginn 15. nóvember mun Myndstef halda kynningu fyrir félagsmenn Arkitektafélags Íslands um ákveðna þætti höfundaréttar arkitekta.
Vegna aðstæðna í samfélaginu verður fundurinn haldinn sem fjarfundur á Teams. Hlekkur á fund.
Meðal annars verður rætt um:
- Nafngreiningarétt arktitekta
- Breytingar á byggingum
- Klausur þegar gögn eru send til notanda
- Tillögur að ákvæðum varðandi höfundarétt í samningum arkitekta
Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta!