Hugmyndasamkeppni - Reykjanesbraut og svæðiskjarni í Smára | Þverun, uppbygging og tengingar
Kópavogsbær í samstarfi við Arkitektafélag Íslands efnir til opinnar hugmyndasamkeppni um þverun, uppbyggingu við og/eða yfir Reykjanesbraut og tengingar fyrir vistvæna ferðamáta í svæðiskjarna í Smára (Smára-, Linda- og Glaðheimasvæði).
Kallað er eftir hugmyndum sem gætu haft áhrif á þróun og uppbyggingu svæðiskjarnans í Smára svo og tengst heildarendurskoðun Reykjanesbrautar og umhverfis hennar. Samkeppnin beinist að því að fá fram hugmyndir sem gera svæðið að öflugri samhangandi einingu.
Tvö fyrirspurnartímabil eru í samkeppninni og lýkur því fyrra 2. desember 2021 og því síðara 31. janúar 2022. Vakin er athygli á því að þessi samkeppni er rafræn.
Skilafrestur tillagna hefur verið framlengdur til 14. febrúar 2022 fyrir kl. 13.00 að íslenskum tíma.
Keppnisgögn er hægt að nálgast í útboðskerfi Kópavogs. Gögnin verða aðgengileg eigi síðar en 10. nóvember 2021 .
Lykildagsetningar eru:
- Hugmyndasamkeppni auglýst lau. 6. nóvember 2021
- Keppnislýsing aðgengileg lau. 6. nóvember 2021
- Samkeppnisgögn afhent mið. 10. nóvember 2021 í útboðskerfi Kópavogs
- Skilafrestur fyrri fyrirspurnartíma fim. 2. des. 2021.
- Svör við fyrri fyrirspurnum fim. 9. desember 2021.
- Skilafrestur seinni fyrirspurnartíma mán. 31. janúar 2022.
- Svör við seinni fyrirspurnum fös. 4. febrúar 2022.
- Skilafrestur tillagna mán. 14. febrúar 2022 kl. 13:00
- Niðurstaða dómnefndar áætluð um miðjan mars 2022
Í dómnefnd sitja:
Tilnefndir af Kópavogsbæ:
- Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur, formaður dómnefndar, fulltrúi Kópavogsbæjar.
- Bergljót Kristinsdóttir, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar.
- Hjördís Ýr Johnson, bæjarfulltrúi, fulltrúi Kópavogsbæjar.
Tilnefndir af Arkitektafélagi Íslands:
- Birkir Einarsson, landslagsarkitekt FÍLA.
- Hans-Olav Andersen, arkitekt FAÍ, MNAL.