SWEET SALONE Pop-Up markaður Auroru
Föstudaginn 5. nóvember milli klukkan 16-18 verður opnaður pop up markaður í Mengi, Óðinsgötu 2. Þar verða seldar nýjar vörur handverksfólks í Sierra Leone og hönnunarfyrirtækisins Hugdettu.
Þrátt fyrir COVID hefur samstarf Auroru, handverksfólks í Sierra Leone og hönnunarfyrirtækisins Hugdettu vaxið verulega undanfarið ár og voru fluttir inn heilir gámar af nýjum vörum nýlega. Það er í fyrsta sinn sem heill gámur af handunnum hönnunarvörum frá Sierra Leone er fluttur þar úr landi og vakti það verulega athygli í Sierra Leone.
Mikið af nýjum vörum verða til sölu, körfum, ljósum og keramikvörum hannaðar af Hugdettu. Einnig verða vörur sem hannaðar hafa verið undanfarin ár, bæða af Hugdettu og As We Grow á boðstólnum.
Hluta af þeim vörum sem verða í Mengi er einnig hægt að skoða og kaupa í gegnum vefsíðuna hér. Þar sem hver og einn hlutur er handgerður eru engir tveir hlutir nákvæmlega eins og því mælt með að koma við á markaðnum og skoða.
Verkefnið Sweet Salone var sett á laggirnar af Auroru velgerðasjóði, sem hefur lagt áherslu á uppbyggingu í Sierra Leone undanfarin ár, með fókus á styðja skapandi greinar og frumskvöðls. Sjóðurinn hefur starfa með íslensku hönnunarfyrirtækjunum AsWeGrow, KronKron og Hugdettu. Hægt er að lesa og fræðast meira um starf Auroru hér.
Markaðurinn er opinn alla næstu helgi, 6-7 nóvember í Mengi.