Hönnunarverðlaunum Íslands 2021 fagnað í Grósku
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fór fram með hátíðlegum hætti þann 29. október í Grósku. Fjölmennt og góðmennt var á viðburðinum en kynnir kvöldsins var Guðrún Sóley Gestsdóttir, fjölmiðlakona og plötusnúðurinn og hönnuðurinn Digital Sigga hélt uppi stuðinu eftir.
Handhafar Hönnunarverðlauna Íslands 2021 eru Sigurður Oddsson, Matthías Rúnar Sigurðsson og Gabríel Benedikt Bachmann fyrir verkefnið Hjaltalín - ∞. Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra afhenti þeim verðlaunin.
Viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2021 hlýtur fyrirtækið CCP Games. Það var Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka Iðnaðarins sem veitti forsvarsmönnum CCP viðurkenninguna.
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra veitti Gunnari Magnússyni, húsgagnahönnuður og innanhússarkitekt Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands árið 2021. Afkomendur Gunnars tóku á móti verðlaunum fyrir hans hönd, þar sem hann átti ekki heimangengt.
Í fyrsta sinn í ár þótti dómnefnd verðlaunanna verðugt að veita sérstakt hrós fyrir faglega nálgun og fjárfestingu Embættis landlæknis og Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra við gerð og framkvæmd herferðarinnar „Við erum öll almannavarnir“ og efnisgáttina covid.is. Herferðin var unnin af Hvíta húsinu auglýsingastofu og mætti aðilar frá öllum hlutaðeigendum til að veita viðurkenningunni viðtöku.
Góð stemming einkenndi viðburðinn enda gleðilegt að geta haldið upp á verðlaunin raunverulega eftir rafræna afhendingu síðasta árs.
Ljósmyndari: Aldís Pálsdóttir
Upplifunarhönnuður: Signý Jónsdóttir
Myndbönd: Blóð Stúdíó
Veitingar: Ölgerðin og Kaffitár
Í dómnefnd Hönnunarverðlauna Íslands 2021 sátu:
María Kristín Jónsdóttir/Sigríður Sigurjónsdóttir, formenn, Hönnunarsafn Íslands
Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, LHÍ
Þorleifur Gíslason, grafískur hönnuður MH&A
Margrét Kristín Sigurðardóttir, SI
Katarina Siltavuori, framkvæmdastjóri Archinfo í Finnlandi. MH&A
Ragna Fróðadóttir, textíl- og fatahönnuður, og framkvæmdastjóri Edelkoort Inc. MH&A
Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi viðHönnunarsafn Íslands,Listaháskóla Íslands,ÍslandsstofuogSamtök iðnaðarins.