Hönnun og arkitektúr á tímum Covid19

Í ljósi þeirra fordæmulausu aðstæðna sem skapast hafa í íslensku samfélagi vegna útbreiðslu Covid-19 veirunnar viljum við vekja athygli hönnuða og arkitekta á ráðstöfunum sem geta nýst einyrkjum, smærri og stærri fyrirtækjum.

Hér eru gagnlegar upplýsingar sem varða réttindi á vinnumarkaði þar sem má finna svör við helstu spurningum:

Starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar munu fylgjast vel með og flytja fréttir og miðla upplýsingum eins vel og kostur er. Ekki hika við að hafa samband, koma með ábendingar eða leita ráða. Við gerum okkar besta við að aðstoða og greiða leiðir.

Hönnunarmiðstöð Íslands vekur athygli á því að skrifstofan á Tryggvagötu 17 verður lokuð á meðan á samkomubanni stendur.

Starfsfólk Hönnunarmiðstöðvar hefur fært skrifstofur sínar heim og sinnir vinnu þaðan. Best er að hafa samband í gegnum tölvupóst info@honnunarmidstod.is eða í síma 7712200.

Höfundur
Álfrún Pálsdóttir

Tögg

  • Covid 19
  • Hönnun
  • Arkitektúr
  • Greinar