Nýtt Sjávarteppi frá Vík Prjónsdóttur
Hönnunarfyrirtækið Vík Prjónsdóttir hefur hafið framleiðslu á nýrri útgáfu af Sjávarteppinu, um er að ræða vöru sem verður til sölu í takmarkaðan tíma en síðasti dagur til að panta teppin er 10. nóvember.
Sjávarteppið er prjónað úr nýja lambs ullarbandinu í verksmiðju Varma í Ármúla. Teppið var hannað árið 2005 og hefur ferðast víða, farið á sýningar, birst í bókum og tímaritum osfv.
Í vor ákvað Vík Prjónsdóttir, að endurhanna teppið - gerðu minni útgáfu og einfaldari og úr nýja lambs ullarbandinu sem er mýkra og léttara. Sjávarteppið er klassísk íslensk hönnun - úr íslensku hráefni framleidd á Íslandi
Hægt að panta teppin til 10. nóvember.