Hönnunarinnsetningin Ómsveppir frumsýnd í Elliðaárdal
Elliðaárstöð býður í upplifunargöngu og fræðslu um sveppi í Elliðaárhólma í tilefni af því að hönnunarinnsetning Kristínar Maríu Sigþórsdóttur og Friðriks Steins Friðrikssonar, Ómsveppir, hefur nú verið komið fyrir í skógarrjóðri.
Sveppatínsla í skógum er núvitundarathöfn sem má líkja við skógarbað. Sveppirnir gefa frá sér falleg hljóð í skóginum sem falla vel að skóginum og minna á að staldra við, skoða náttúruna með nýjum augum og njóta.
Á sunnudaginn munu þau Kristín María og Friðrik Steinn segja gestum frá hönnunarverkinu og skógvistfræðingurinn Helena Marta Stefánsdóttir leiðir gesti í ævintýralega skógargöngu og fræðir okkur um samlíf skóga og sveppa, sveppatínslu, o.fl.
Þeir sem vilja tína sveppi, geta tekið með sér körfu eða bréfpoka og lítinn hníf sem notaður eru til að tína sveppi. Dagskráin hefst kl. 14:00, sunnudaginn 19. september í Elliðaárstöð