Taktu þátt í HönnunarMars 2022
Opnað hefur verið fyrir umsóknir fyrir hátíðina sem fer fram dagana 4.-8. Maí 2022 en umsóknarfresturinn er til 1. nóvember. Félagsmenn fagfélaga fá afslátt af þátttökugjöldum til 1. október.
HönnunarMars er stærsta kynningarafl hönnunar og arkitektúrs, innanlands sem erlendis, þar sem sjónum er beint að hönnun og því nýjasta sem er að gerast hverju sinni.
Þátttaka í hátíðinni tryggir umfjöllun og sýnileika verkefna, sem hluti af öflugri kynningu HönnunarMars sem á sér stað í aðdraganda, á meðan og eftir hátíð fyrir fjölmiðla og almenning, innanlands sem erlendis.
Verkefni/sýningar þátttakenda í HönnunarMars verða hluti af fjölbreyttri dagskrá hátíðarinnar, fara inn í kynningarefni, leiðsagnir osfrv.
Hér eru frekari upplýsingar varðandi umsóknarferlið.
HönnunarMars hefur verið haldin árlega frá árinu 2009 og þetta er því í 14 sinn sem hún fer fram. Hátíðin er eitt helsta kynningarverkefni íslenskrar hönnunar og arkitektúrs innanlands sem og á alþjóðlegum vettvangi. HönnunarMars er skipulagður af Miðstöð hönnunar og arkitektúrs og stjórnandi er Þórey Einarsdóttir.
HönnunarMars leiðir framsækna hönnun og nýjungar saman við sýnendur og gesti. Hátíðin boðar nýjungar og óvænta nálgun og er lífleg höfn hugmynda, ólíkra sjónarmiða og þekkingar, hreyfiafl sem auðgar og b ætir samfélagið.
Sjáumst á HönnunarMars 2022!