HönnunarMars 2023 - sýningar sem standa lengur
Þrátt fyrir að HönnunarMars hátíðinni er nú formlega lokið, eftir 5 daga af vel heppnuðum hátíðarhöldum, sýningum og viðburðum eru nokkrar sýningar á dagskrá ennþá opnar. Alls voru um 100 sýningar og yfir 150 viðburðir á dagskrá og því ekki ólíklegt að einhverjum hafi ekki tekist að sjá allt sem var á dagskrá.
Hér má má sjá yfirlit yfir þær sýningar sem standa opnar lengur.
Blíður ljómi
Hanna Dís Whitehead sýnir hér nýtt safn af verkum með áherslu á tvo staðbundna efniviði sem báðir finnast innan 3 km. radíuss við vinnustofu hennar í Nesjum, Hornafirði – hafra strá og ull. Á sýningunni má sjá fleti spónlagða með handlituðum hafra stráum, þæfða ull sem staðgengil viðar í húsgögnum auk annarra tilrauna með efniviðinn.
Hvar: Gallery Port
Stendur til 20. maí
EXPO2100 – Home and City in the Future
What if the future is not yet lost? What kind of changes and decisions must be made in our society and our built environment today to give us a bright tomorrow?
The exhibition EXPO2100 – Home and City in the Future is a statement for a radically positive vision of the future. It opens six windows into the year 2100, based on the latest research of Nordic Works, an award-winning urban architecture collective from Finland and Norway.
Hvar: Artic Space
Stendur til 24. júní
Betri borg fyrir börn
Sýningin er upplifunarsýning þar sem gestir fá að skyggnast á bakvið tjöldin hjá Reykjavíkurborg í ferli þjónustuumbreytingar. Komdu að sjá hvernig áskoranir eru ávarpaðar, hvernig við vinnum með þær og setjum fram stafræna lausn sem bætir þjónustu borgarinnar við íbúa í verkefninu Betri borg fyrir börn.
Sýningin var einnig sett upp á síðasta ári en nú hafa nýjar lausnir bæst við sýninguna.
Hvar: Ráðhús Reykjavíkur
Stendur til 9. maí
Heimurinn heima
Skringilegasta fjölbýli Garðabæjar hefur risið, það var skapað af fjórðu bekkingum í Garðbæ og nú flytja afar smáir íbúar saman á Pallinn í Hönnunarsafni Íslands. Sýningarhönnuðir og hugmyndasmiðir að verkefninu eru hönnuðurnir Auður Ösp Guðmundsdóttir og Kristín María Sigþórsdóttir.
Hvar: Hönnunarsafn Íslands
Stendur til 10. september
Hönnunarsafnið sem heimili
Á sýningunni Hönnunarsafnið sem heimili má finna í kringum 200 dæmi um íslenska hönnun en safneign Hönnunarsafns Íslands telur í heild um 5000 muni frá árinu 1900 til dagsins í dag.
Sýningin er sett upp sem grunnmynd af heimili en líkt og á heimilum fólks má sjá þar hlið við hlið muni frá mismunandi tímabilum. Húsgögn, borðbúnaður, fatnaður, bækur og textíll frá ólíkum tíma koma saman og varpa ljósi á brot af því sem íslenskir hönnuðir og handverksfólk hefur skapað.
Hvar: Hönnunarsafn Íslands
Stendur til 1. mars 2026
ÍGULKER
Kyrrðarrými ÞYKJÓ eru griðarstaðir fyrir börn og fjölskyldur þeirra í hröðum samtíma. Þau eru innblásin af dýrum sem geta horfið inn í skelina sína hvenær sem þörf er á. Þau skerma af umhverfið en hleypa inn birtu og hafa útsýni.
Hvar: Nýja torgið við Tryggvagötu
Stendur til 31. júlí
Frá einum stað til annars. Keramikhönnuður í vinnustofudvöl
Ada Stańczak, sem hefur verið í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni Íslands síðastliðna þrjá mánuði, sýnir afrakstur rannsókna sinna á möguleikum jarðefna til litarefnagerðar í keramiki.
Í verkefninu Frá einum stað til annars eru kannaðir möguleikar á notkun afganga úr grjótvinnslu til litarefnagerðar í keramiki.
Hvar: Hönnunarsafn Íslands
Stendur til 14. maí
Korter í Fimm
Ilmur innblásinn af augnabliki ringulreiðar og gleði sem á sér stað þegar þú gengur út af myrkum sveittum bar út í ferskan og bjartan sumarmorgun.
Hvar: Fischersund
Stendur til 14. maí
Lækjartorg í FORTÍÐ OG FRAMTÍÐ
Síðla árs 2021 fór Lækjartorg og aðliggjandi rými í hönnunarsamkeppni þar sem hollenska landslagsarkitektastofan KARRES EN BRANDS og íslenska arkitektastofan SP(R)INT STUDIO voru hlutskörpust. Þau hafa nú lokið forhönnun torgsins þar sem megin markmið hönnunar var að byggja á og styrkja núverandi flæði og virkni gangandi vegfarenda um torgið til að tryggja að torgið haldi sínum mikilvægum sessi í borgarlífinu en einnig hönnun sem lítur til framtíðarþarfa mannlífs.
Hvar: Pósthússtræti við Austurvöll
Stendur til 1. júlí
Nærvera
Nærvera er sýning á nýjum peysum textílhönnuðarins Ýrúrarí á Hönnunarsafni Íslands, í sýningarstjórn hönnunarteymisins Stúdíó Fræ. Ferlið við gerð sýninguna byggist á tilraunum með fjölbreyttar textíl-nálganir sem veita ósöluhæfum peysum úr endurvinnslustöðvum sterkari nærveru svo þær haldist í notkun um ókomna tíð. Í anda fyrri verkefna Ýrúrarí eru peysurnar unnar á húmorískan hátt með leikgleði að leiðarljósi.
Hvar: Hönnunarsafn Íslands
Stendur til 27. ágúst
Skartgripir í Safnahúsinu
Á HönnunarMars munu nemendur í gullsmíði við Tækniskólann sýna skart sem unnið er í tengslum við listaverkin á sýningunni Viðnám í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Verkefni nemendanna var að skoða sýninguna, velja sér listaverk og vinna skartgrip út frá því.
Hvar: Safnahúsið
Stendur til 31. maí
Tónbil
„Tónbil” er heiti fyrstu myndlistarsýningar tónlistarmannsins Baldvins Hlynssonar. Þar tengir hann saman tónlist, myndlist og eðlisfræði. Verkefnið spratt upp úr tilraunum með sveiflusjá sem er tól sem breytir hljóðbylgjum í myndrænt graf á X og Y ás.
Hvar: Harpa
Stendur til 11. maí
ÞYKJÓ
ÞYKJÓ opnar sýningu í Gerðarsafni með fjölbreyttum hönnunarvörum teymisins; frá búningum til húsgagna og upplifunarhönnunar fyrir börn.
ÞYKJÓ er þverfaglegt hönnunarteymi sem sérhæfir sig í hönnun fyrir börn og fjölskyldur.
Hvar: Gerðarsafn
Stendur til 31. júlí