HönnunarMars í Stokkhólmi
HönnunarMars og sendiráð Íslands í höfuðborgum Norðurlandanna standa fyrir viðburðum í formi hlaðvarpa, sem tekin voru upp í aðdraganda HönnunarMars hátíðarinnar á Íslandi. Þátttakendur í Stokkhólmi eru Asli Abdularahman er sænskur listamaður sem notast við frásagnir í verkum sínum og Vaka Gunnarsdóttir er nýútskrifaður arkitekt með MSc-gráðu frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi og BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Stjórnandi er Gustaf Kjellin sem er með meistaragráðu í sýningarstjórn frá Stokkhólmsháskóla.
Markmiðið er að leiða saman hönnuði frá Íslandi og Norrænu höfuðborganna í áhugavert samtal um hönnun og arkitektúr og þar með skapa hátíðinni erlendan vettvang í samstarfi við sendiráðin og erlenda samstarfsaðila. Á tímum Covid og lokaðra landamæra er mikilvægt að efla samskipti og samtal þvert á landamæri og um leið vekja athygli erlendis á því sem er að gerast á HönnunarMars og í íslenskri hönnun.
Hlaðvörpin eru á ensku.
Gustaf Kjellin er með meistaragráðu í sýningarstjórn frá Stokkhólmsháskóla. Hann hefur starfað með fjölda alþjóðlegra stofnana, samtaka og fyrirtækja í heimi arkitektúrs og lista í Stokkhólmi. Á meðal nýjustu verkefna hans er stjórnun sýningarinnar Snowcrash í Nationalmuseum (2021), ritstjórn bókarinnar Design & Peace fyrir Alvar Aalto sjóðinn (2019). Hann er jafnframt meðhöfundur bókarinnar Helt Vildt! – The Second Golden Age of Danish Design, fyrir útgáfuna Summit (2018).
Asli Abdularahman er sænskur listamaður sem notast við frásagnir í verkum sínum. Hún vill knýja fram nauðsynlegar samfélagslegar breytingar og lítur svo á að arkitektar og hönnuðir geti skapað rými þar sem breytingar eiga sér stað. Asli er með BA-gráðu í innanhús- og húsgagnahönnun frá Konstfack í Stokkhólmi.
Vaka Gunnarsdóttir er nýútskrifaður arkitekt með MSc-gráðu frá Konunglega tækniháskólanum í Stokkhólmi og BA-gráðu frá Listaháskóla Íslands. Í verkum sínum skoðar hún hið flókna samspil manns og náttúru með sérstakri áherslu á íslenskt samhengi.