Hönnunartengdir viðburðir um helgina
Nú er fyrsta helgi í aðventu framundan með fjölda viðburða fyrir öll. Hér er yfirlit yfir hönnunartengda viðburðadagskrá helgarinnar. Góða skemmtun.
Tabi-Sabi sýningaropnun í Klei Atelier
Föstudaginn 29. nóvember kl. 17:00 - 19:00 er sýningaropnun Tabi-Sabi með verkum eftir Helenu Reynis og Huldu Katarínu.
Sýningin Tabi-Sabi dregur fram hina óhefðbundnu fegurð Tabi-skónna í tengslum við japönsku hugmyndafræðina Wabi-Sabi — heimspeki sem fagnar ófullkomleika, hverfulleika og einfaldleika. Tabi-skórnir hafa þróast úr japanskri hefð í tákn fyrir framúrstefnulega tísku, sameina japanska arfleifð og nútímahönnun, og eru nú eftirsóttir sem hátískuvara.
Sýningin er í Klei Atelier, Baldursgötu 36, 101 Reykjavík
Pop-up jólamarkaður Sweet Salone
Hinn árlegi jólamarkaður Aurora Velgerðasjóðs verður opinn um helgina og þetta árið er blásið til pop-up verslunar á Mýrargötu 41, 101 Reykjavik, fram yfir áramót. Þar er hægt að næla sér í valdar vörur frá Sweet Salone. Vörurnar eru hannaðar af íslenskum hönnuðum en búnar til af hæfileikaríku handverksfólki í Sierra Leone.
Skoðið hér vöruúrval Sweet Salone
Opnunartímar í desember
Miðvikudaga - fimmmtudaga frá 11:00 - 17:00
Fimmtudaga - föstudaga frá 11:00 - 16:00
Jólamarkaður og pop-up í Iðnó
Jólamarkaður og pop-up í Iðnó á laugardaginn 30. nóvember frá kl. 11:00 - 17:00.
Ýmislegt verður í boði fyrir jólin; umhverfisvænar jólagjafir, vintage föt, merkjavara, íslensk hönnun, barnaföt, fylgihlutir, húsgögn, myndlist og antik.
Þátttakendur eru:
Anna Clausen - designer föt, skór og fylgihlutir
Bosk - töskur
Brot Reykjavik - vintage föt, skór og fylgihlutir
Hrafnkatla Unnarsdóttir - vintage barnaföt frá Pons vintage
Rakel Gunnarsdóttir - Lampar og ljós, myndlist, antik frá Blá
Saga Sig - blómaprent & vintage föt
Sigríður Finnbogadóttir - hekluð blóm & vel valdar flíkur
Það er kaffihús á staðnum sem hægt er að kaupa, kaffi, kökur og drykkir til að hlýa sig.
Saman jólamarkaður - hönnun, list, matur og drykkur
Jólamarkaður Saman ~ menningar og upplifunar markaðar verður haldinn í porti Hafnarhússins, laugardaginn 30. nóvember, milli 11:00 - 17:00.
Einstakur markaður þar sem hönnun, myndlist, ritlist, sviðslist, matur og drykkur eru í forgrunni.
Um er ræða vettvang þar sem hönnuðir, myndlistarmenn, matgæðingar og tónlistarfólk koma saman á skemmtilegum markaði þar sem ógrynni af fallegum vörum, drykkjum, matvöru og listaverkum af ýmsum toga verða til sölu fyrir jólin. Einnig verða skemmtilegir viðburðir á jólamarkaðnum, Rán Flygenring verður með fjölskyldu smiðju um Tjörnina, nýjustu bók sína, Lady Brewery verður með Pikkl & Bjór og hönnunarteymið Þykjó sem vann Hönnunarverðlaun Íslands í flokki Verk ársins, verður með Ó!Róa smiðju fyrir krakka.
Aðventumarkaður Angústúru
Jólamarkaður Angústúru verður í ár haldinn á matar- og menningarmarkaðnum Saman í porti Listasafns Reykjavíkur, Hafnarhúsi, laugardaginn 30. nóvember frá 11:00 -17:00.
Á boðstólum verða nýjustu bækur Angústúru og ýmis annar góður varningur og einnig mun Rán Flygenring vera með smiðju kl. 11:30 - 13:00.
Verkstæði hugmyndasmiða í Elliðarárstöð
Á laugardaginn 30. nóvember tekur Ninna hugmyndasmiður á móti skapandi krökkum á aldrinum 6-12 ára og foreldrum þeirra á Verkstæði Hugmyndasmiða í Rafstöðinni í Elliðaárstöð.
Þátttakendur fá tækifæri til að virkja sköpunarkraftinn og efla samvinnu fjölskyldunnar. Unnið verður með endurnýttan efnivið sem við björgum til að skapa eitthvað alveg nýtt og spennandi í gegnum smíðar, leiki, föndur, tilraunir og prófanir. Þema smiðjunnar eru jólaverur og skraut.
Flúff pop-up, Thelma Gunnarsd.
Um helgina mun Thelma Gunnarsdóttir halda sitt fyrsta Flúff pop-up í galleríinu á Milli, Ingólfsstræti 6,
Á Flúff pop-up verður í boði að máta og kaupa allskyns flúff, eftir Thelmu Gunnarsd. Sjá nánar um FLÚFF á @thelmucore á Instagram.
Góðir drykkir verða á boðstólnum og Dj Íris Ólafs heldur uppi góðri stemningu á laugardeginum.
Opnunartími um helgina
Laugardag kl 11:00-20:00
Sunnudag kl 12:00-17:00
Ó!Rói fjölskyldusmiðja með Þykjó
Ó!Rói fjölskyldusmiðja í Hönnunarsafni Íslands, laugardaginn 30. nóvember, kl. 13:00 - 15:00
Við opnum skilningarvitin okkar mjúklega við upphaf aðventunnar. Við leggjum áherslu á ilminn sem fylgir jólahátíðinni og förum skapandi höndum um náttúrulegan efnivið úr nærumhverfinu. Við óróagerð æfum við sjálfa jafnvægislistina og lærum hvernig ólíkir hlutir geta myndað eina samhangandi heild.
Smiðjan er leidd af ÞYKJÓ, þverfaglegu teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar. Á
Aðgangur er ókeypis og opinn öllum.
Piparkökuarkitektúr, fjölskyldusmiðja með Þykjó
,,Höfum glugga hér, hurð þarna, viljum við setja stromp á þakið eða kannski útisturtu?” Við setjum saman lítil líkön að húsum eins og arkitektar gera – nema þessi hús eru úr piparkökudeigi og við getum borðað þau ef við viljum!
Smiðjan er leidd af ÞYKJÓ, þverfaglegu teymi hönnuða sem vinna fyrir börn og fjölskyldur þeirra á sviði upplifunarhönnunar, innsetninga og vöruhönnunar.
Smiðjan er hluti af fjölskyldudagskrá Hönnunarsafns Íslands sem fer fram fyrsta sunnudag hvers mánaðar í fræðslurými safnsins á 2. hæð. Aðgangur er ókeypis og opinn öllum!