Hönnunarverðlaun Íslands fara fram 29. október í Grósku
Hönnunarverðlaun Íslands 2021 og Samtal um hönnun fer fram í Grósku þann 29. október. Byrjað verður á mikilvægu samtali um framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun ásamt pallborðsumræðum og fer verðlaunaafhending svo fram í kjölfarið. Taktu daginn frá!
Dagskrá dagsins:
Samtal um framtíð sem byggir á hönnun, hugviti og nýsköpun
15:00 - 15:30 Húsið opnar - heitt á könnunni og léttar veitingar
15:30 - 16:30 Snörp myndræn erindi um tilnefningar til Hönnunarverðlauna Íslands 2021
16:40 - 17:30 Pallborðsumræður
Hönnunarverðlaun Íslands 2021
17:30 - 18:00 Fordrykkur
18:00 - 19:00 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands 2021
19:00 - 20:00 Skál
Hönnunarverðlaun Íslands varpa ljósi á mikilvægi og gæðum íslenskrar hönnunar og arkitektúrs, enda er vægi hönnunar í menningu, samfélagi og viðskiptalífi alltaf að aukast.
Á afhendingunni verða veitt Hönnunarverðlaun Íslands, Heiðursverðlaun Hönnunarverðlauna Íslands og viðurkenning fyrir bestu fjárfestingu í hönnun ársins 2021.
Það er Miðstöð hönnunar og arkitektúrs sem stendur að verðlaununum, í samstarfi viðHönnunarsafn Íslands,Listaháskóla Íslands,ÍslandsstofuogSamtök iðnaðarins.