Hús Hjálpræðishersins eftir Teiknistofuna Tröð vekur athygli
Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins má finna á lista Archilovers yfir athyglisverðan arkitektúr á árinu. Það er Teiknistofan Tröð sem á heiðurinn af verkinu. Sömuleiðis hefur byggingin vakið eftirtekt hjá ýmsum erlendum miðlum.
Höfuðstöðvar Hjálpræðishersins á Íslandi eru umgjörð um fjölbreytta starfsemi og þjónustu við almenning og skjólstæðinga Hjálpræðishersins. Þar fara fram samkomur, ýmiskonar velferðarþjónusta, veitinga- og verslunarekstur ásamt yfirstjórn starfsemi Hjálpræðishersins á Íslandi. Fjöldi gesta í húsinu er mjög breytilegur. Samkomusalir hússins miðast við blandaða notkun veitingahúss og samkomuhúss.
Byggingin er ein og tvær hæðir sem eru misstórar að grunnfleti. Mikil rýmd er í byggingunni og hátt til lofts í helstu salarkynnum á fyrstu hæð. Lofthæð er mjög breytileg vegna hallandi þakflata sem endurspeglast innanhúss. Við húsið er stórt útisvæði þar sem m.a. er gert ráð fyrir leiksvæðum fyrir börn og matjurtargarði.
Eigundur Teiknistofunnar Tröð eru Hans-Olav Andersen arkitekt FAÍ, MNAL og Sigríður Magnúsdóttir arkitekt FAÍ en Sigríður er einning framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Teiknistofan Tröð hefur starfað óslitið síðan 1990.