Hver fær viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020?
Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning sem veitt var í fyrsta sinn árið 2015 en þau fyrirtæki sem eiga þess kost að hljóta viðurkenninguna hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi.
Öll fyrirtæki sem starfa á Íslandi koma til greina til að hljóta viðurkenninguna.
Fyrri handhafar viðurkenningarinnar eru:
- 2019: Omnom súkkulaðigerð. Ferlið á bak við vöruþróun er spennandi en Omnom hefur frá byrjun unnið með hönnuðum í öllu framleiðsluferlinu að heildrænni vöruupplifun, hvort sem það er súkkulaðið sjálft eða með vandaðri hönnun á umbúðum og framsetningu í verslunum. Fyrst með hönnuðinum André Visage og nú með Veronicu Filippin. Slík samvinna í öllu ferlinu er skýrt dæmi um hvernig hönnun getur haft afgerandi áhrif á vaxtarsögu og velgengni fyrirtækis.
- 2018: Lava Center. Til sýningarinnar voru ráðnir framúrskarandi hönnuðir á sviði margmiðlunar og arkitektúrs. Basalt arkitektar hönnuðu bygginguna en sýningin er samstarfsverkefni Gagarín og Basalt arkitekta. Útkoman er skýrt dæmi um þá verðmætasköpun sem góð hönnun felur í sér.
- 2017: Bláa Lónið. Það hefur frá upphafi leitað samstarfs við hönnuði á öllum sviðum uppbyggingar. Hönnuner órjúfanlegur hluti af heildarmynd fyrirtækisins sem vinnur náið með framúrskarandi arkitektum og hönnuðum þvert á greinar. Þessi framsýni á svo sannarlega þátt í því að fyrirtækið hefur notið þeirrar velgengni sem raun ber vitni og átt sinn þátt í vinsældum Íslands sem áfangastaðar. Bláa lónið er eitt besta dæmið á Íslandi um það að fjárfesting í góðri hönnun margborgar sig.
- 2016: Geysir. Fyrir það að vinna í öllum þáttum fyrirtækisins með framúrskarandi hönnuðum hvort sem það á við um vörumerki, ímyndarsköpun, hönnun eigin verslana, grafískrar hönnunar eða fatahönnunar. Með því að setja þátt hönnunar í öndvegi hefur Geysi tekist á skömmum tíma að ná einstökum árangri á íslenskum markaði og er orðið eitt þekktasta vörumerkið á Íslandi.
- 2015: Össur hefur allt frá stofnun árið 1971, lagt áherslu á, fjárfest í og skilgreint hönnun sem einn af meginþáttum þróunarferlisins. Þá hefur fyrirtækið með gildum sínum hvatt starfsfólk sitt til að keppa stöðugt að framförum, bjóða óskrifuðum reglum byrginn og taka meðvitaða áhættu. Árangurinn er óumdeildur og fyrirtækinu ítrekað tekist að koma tímamótahönnun á markað sem gjörbreytt hafa lífsgæðum viðskiptavina þess.
Frestur til að senda inn ábendingar til Hönnunarverðlauna Íslands 2020 rennur út á miðnætti mánudaginn 21. september næstkomandi
Allir geta sent inn ábendingu, bæði yfir sín eigin verk og annarra, við hvetjum sem flesta til að senda inn ábendingar yfir það sem hefur skarað fram úr á árinu á sviði hönnunar og arkitektúrs sem og eiga skilið viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun árið 2020.
Áætlað er að verðlaunaafhending og málþing þeim tengt fari fram þann 5. nóvember næstkomandi.
Manstu hvaða fyrirtæki fékk viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun í fyrsta sinn árið 2015?
Besta fjárfesting í hönnun er viðurkenning veitt fyrirtæki sem hafa hönnun og arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi ✔️
Þau fyrirtæki sem hafa hlotið viðurkenninguna í gegnum tíðina eiga það svo sannarlega sameiginlegt 👌
Hver á skilið að hljóta viðurkenninguna 2020? Sendu inn ábendingu! (linkur í bio)
#hönnun #arkitektúr #design #architecture #icelanddesignaward #icelanddesignandarchitecture #reykjavik #iceland