Fundur samkeppnisnefnda Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna
Erlent samstarf er Arkitektafélagi mikilvægt en árlega funda samkeppnisnefndir Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sín á milli. Í ár var fundurinn haldinn hér á landi í húsakynnum Arkitektafélags Íslands. Á fundinn mættu samkeppnisnefndir frá Noregi, Danmörku, Færeyjum, Finnlandi og Eistlandi en fundurinn var haldinn 22. - 23. september síðastliðinn.
Fulltrúar frá samkeppnsnefnd Arkitektafélagsins, Laufey Agnarsdóttir og Falk Krüger, fyrrum formaður nefndar, Gunnar Örn Sigurðsson, og framkvæmdastjóri félagsins,Gerður Jónsdóttir, tóku á móti samkeppnisnefndum Norðurlanda og Eyststrasaltsríkjanna í lok september síðastliðinn. Á fundinum var farið yfir stöðu arkitektasamkeppna almennt, þær áskoranir sem samkeppnisnefndir standa frammi fyrir sem og samstarf við opinbera aðila og einkaaðila. Miklar og góðar umræður áttu sér stað sem án efa mun nýtast okkur hér á landi.
Í lok mánaðar, miðvikudaginn 26. október nk., heldur Arkitektafélag Íslands aukaaðalfund þar sem samkeppnisnefnd mun kynna uppfærslu á samkeppnisgögnum félagsins og efna til samtals um þau. Fundurinn er öllum opinn og hvetjum við alla félagsmenn til að mæta.