Römpum upp Ísland-Arkitektúr og aðgengi
Arkitektafélagi Íslands heldur sinn fyrsta þriðjudagsfyrirlestur næstkomandi þriðjudag, 11. október, en þá mun Haraldur Þorleifsson, hvatamaður verkefnisins Römpum upp Ísland segja frá verkefninu og þeim áskorunum sem fatlaðir mæta dags daglega í umhverfi sínu.
Tilgangur verkefnisins Römpum upp Ísland er að auka aðgengi hreyfihamlaðra að þjónustu, verslun og veitingahúsum á Íslandi og er markmiðið að setja upp 1000 rampa víða um land fyrir 11. mars 2026. Haraldur Þorleifsson, hvatamaður verkefnisins, er stjórnandi hjá Twitter og stofnandi hönnunarfyrirtækisins Ueno, og hefur notað hjólastól frá því hann var 25 ára gamall vegna meðfædds vöðvarýrnunarsjúkdóms.
Hvenær: Þriðjudaginn 11. október kl. 20.00
Hvar: Fenjarými, Gróska, Bjargargata 1
Fyrirlesturinn er öllum opin.